Samband meðvirkni og fíknar

Samband meðvirkni og fíknar

Málþing Hverfisnefndar AA á stór-Reykjavíkursvæðinu verður haldið í 12 Sporahúsinu/Alanó klúbbnum í Holtagörðum, Sal 1, laugardaginn 20. apríl kl. 14:00 til 16:00. Framsögu hafa Vagnbjörg Magnúsdóttir MA í fíknifræðum og MS í heilbrigðisvísindum, María Pétursdóttir alkóhólisti, og Jenný Kristín Valberg teymisstjóri í Bjarkarhlíð.

14:00 til 15:00 Framsögur

15:00 til 15:10 Kaffihlé

15:10 til 16:00 Umræður

Allir velkomnir. Sjáumst.

Gæti verið mynd af Texti þar sem stendur "Samband međvirkni og fíknar Framsögufólk: Vagnbjörg VagnbjörgMagnusdottir Magnúsdóttir FiknifraeőiMA ΜA HeibrigÖisvisindiMS isvisindi MS MariaP Alkóhólisti 12 Sporahús Holtagörđum Salur1 1 Jenny JennyKristinValberg Kristín Valberg Teymisstjóri Bjarkarhliő 20. 20.apríl2024 apríl 2024 14-16 Dagskrá: 14-15 Framsögur Málbing hverfisnefndar MálbinghverfisnefndarAAdeilda A deilda Stór-Reykjavkursvađinu2024 Reykjavikurs 2024 15-15:10 Kaffi 15:10-16 Umraeõur"

 

 

Aukafundir um jól og áramót í 12 Sporahúsinu.

Boðið verður upp á auka AA fundi í Alanó-klúbbnum/12Spora húsi í Holtagörðum um jólin og áramótin. Fundirnir eru miðnæturfundir og eru frá kl. 23:30 til 00:30 og verða á Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlárskvöld og nýársdag. Boðið er upp á kaffi og góðan boðskap og félagsskap á þessum tímum sem oft geta reynst snúnir fyrir mörg okkar.

Hjálpfúsar hendur til að rita og laga kaffi eru vel þegnar. Vinsamlegast sendið skilaboð á Halldór Anton í síma 785 9982 eða í Messenger.

Aðalfundur Alanó klúbbsins – 12 Sporahúss

Aðalfundur Alanó klúbbsins, líknarfélags verður haldinn í Sal 1, 12 Sporahúsinu Holtavegi 10 Reykjavík, mánudaginn 4. Desember 2023 klukkan 17:30. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum.
Dagskrá;
Fundarstjóri valinn
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur
3. Kosningar í varastjórn
4. Breytingar á lögum félagsins/Kosningar
5. Önnur mál
Úr 5. grein laga félagsins
Félagsmenn teljast þeir sem standa skil á félagsgjöldum og öðlast þannig kjörgengi og kosningarétt á aðalfundi félagsins.
Önnur mál
Félagsmönnum er bent á að öll mál sem félagsmenn óska að séu sett á dagskrá aðalfundar undir liðnum „Önnur mál“ verða að hafa borist stjórn félagsins skriflega á netfangið 12sporahusid@12sporahusid.is fyrir 1.desember 2023.
Stjórn Alanó klúbbsins,

Ný deild ungs fólks

Ný deild, Ungt fólk á laugardegi, hefur tekið til starfa í 12 Sporahúsinu og er með fundi á laugardögum kl. 18:00.

Verið velkomin.

Hátíðarfundur Alanó klúbbsins

Alanó klúbburinn verður með hátíðarfund á Föstudaginn langa (7. apríl) í húsnæði sínu að Holtgörðum, Holtavegi 10 í Reykjavík.

Fundurinn hefst kl. 12:00 og er öllum opinn, félögum í 12 Spora samtökum, fölskyldum og vinum. Boðið er upp á barnapössun.

Fimm félagar úr AA- og Al-anon samtökunum segja fá reynslu sinni af bataleið gegnum 12 spora vinnu.

Þetta er gott tækifæri til að koma saman og hitta vini og félaga.

Mætum snemma, kaffi og léttar veitingar á staðnum.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Nýr fundur. GA (Gamblers Anonymous)

Vekjum athygli á nýjum fundi fyrir spilafíkla, Gamblers Anonymous (GA) sem er í hádeginu (12:05) á mánudögum í sal 6.

Spilafíkn er mjög erfitt og margslungið vandamál, fer oft mjög leynt, og getur haft alvarlegar afleiðingar. Verið velkomin.