8.10.2024
12 Sporahúsið verður með jólahlaðborð laugardaginn 7. desember.
Frábær matur að vanda, veislustjóri af dýrustu gerðinni og ljúfir tónar
með matnum.
Miðasala hefst 10. október hjá Jobba húsverði og Gísla á skrifstofunni.
Það er líka hægt að panta miða í síma 644 4412 eða á netfangið jobbi@12sporahusid.is

8.10.2024
ALATEEN hefur byrjað með fundi aftur eftir laaaangt hlé.
Alateen er fyrir unglínga sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju annarra.
Allir unglingar á aldrinum 13 til 18 ára sem eru aðstandendur alkóhólista eru velkomnir á Alateen fundi!
Fundirnir eru í 12 Sporahúsinu (Alanó klúbbnum) Holtagörðum 10 á miðvikudagskvöldum klukkan 20:00 í sal 7.
Endilega látið þetta spyrjast út.

7.08.2024
Styrktartónleikar fyrir Alanó klúbbinn/12 Sporahús verða haldnir haldnir í sal 1 laugardaginn 14. september kl. 19:30 til 22:00. Mjög flott dagskrá: Páll Óskar, GDRN, Systur, Ellen Kristjáns, Kalli Bjarni, Birgir Hákon og Finnbjörn ásamt fleirum. Miðasala hefst á Tix.is 10. ágúst. Verð 4.000.
Öll vinnan er gefinn og allt sem kemur inn rennur til styrktar klúbbnum.
Endilega láttu sjá þig, góð tónlist, góður félagsskapur, gott málefni.
Nefndin.

9.04.2024
Málþing Hverfisnefndar AA á stór-Reykjavíkursvæðinu verður haldið í 12 Sporahúsinu/Alanó klúbbnum í Holtagörðum, Sal 1, laugardaginn 20. apríl kl. 14:00 til 16:00. Framsögu hafa Vagnbjörg Magnúsdóttir MA í fíknifræðum og MS í heilbrigðisvísindum, María Pétursdóttir alkóhólisti, og Jenný Kristín Valberg teymisstjóri í Bjarkarhlíð.
14:00 til 15:00 Framsögur
15:00 til 15:10 Kaffihlé
15:10 til 16:00 Umræður
Allir velkomnir. Sjáumst.

15.12.2023
Boðið verður upp á auka AA fundi í Alanó-klúbbnum/12Spora húsi í Holtagörðum um jólin og áramótin. Fundirnir eru miðnæturfundir og eru frá kl. 23:30 til 00:30 og verða á Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlárskvöld og nýársdag. Boðið er upp á kaffi og góðan boðskap og félagsskap á þessum tímum sem oft geta reynst snúnir fyrir mörg okkar.
Hjálpfúsar hendur til að rita og laga kaffi eru vel þegnar. Vinsamlegast sendið skilaboð á Halldór Anton í síma 785 9982 eða í Messenger.
18.11.2023
Aðalfundur Alanó klúbbsins, líknarfélags verður haldinn í Sal 1, 12 Sporahúsinu Holtavegi 10 Reykjavík, mánudaginn 4. Desember 2023 klukkan 17:30. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum.
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur
3. Kosningar í varastjórn
4. Breytingar á lögum félagsins/Kosningar
5. Önnur mál
Úr 5. grein laga félagsins
Félagsmenn teljast þeir sem standa skil á félagsgjöldum og öðlast þannig kjörgengi og kosningarétt á aðalfundi félagsins.
Önnur mál
Félagsmönnum er bent á að öll mál sem félagsmenn óska að séu sett á dagskrá aðalfundar undir liðnum „Önnur mál“ verða að hafa borist stjórn félagsins skriflega á netfangið 12sporahusid@12sporahusid.is fyrir 1.desember 2023.