Auka miðnæturfundir um jól og áramót.

Hæ hó kæru félagar!

Alanó klúbburinn/12Sporahús verður með auka miðnæturfundi um jólin og áramótin eins og undanfarin ár.

Fundirnir eru á Þorláksmessu, aðfangadag jóla, jóladag, annan í jólum og á nýársdag kl. 23:30 til 00:30. Á gamlárskvöld verður svo geggjaður áramótafundur kl. 01:00 til 02:00 eftir miðmættið.

Þessir fundir hafa alltaf verið mjög skemmtilegir og vel sóttir. Láttu endilega sjá þig og vertu með.

Bestu kveðjur,

Jóla- og áramótanefndin.

Nýr fundur!

Stofnaður hefur verið nýr fundur fyrir ungt fólk í AA. Fundurinn heitir Ungmenni í AA og er fyrir ungmenni á aldrinum 13-18 ára sem eiga við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða.

Fundurinn er í Sal 6 klukkan 18:00 á miðvikudögum. Verið velkomin ungt fólk. Það er lausn í boði.

Fullorðnir ábyrgðarmenn passa upp á fundina.

Öll ungmenni velkomin.

VúHú! Jólahlaðborð 12 Sporahússins.

VúHú! Jólahlaðborð 12 Sporahússins.

12 Sporahúsið verður með jólahlaðborð laugardaginn 7. desember.

Frábær matur að vanda, veislustjóri af dýrustu gerðinni og ljúfir tónar

með matnum.

Miðasala hefst 10. október hjá Jobba húsverði og Gísla á skrifstofunni.

Það er líka hægt að panta miða í síma 644 4412 eða á netfangið jobbi@12sporahusid.is

Frábærar fréttir. ALATEEN byrjar með fundi hjá okkur.

Frábærar fréttir. ALATEEN byrjar með fundi hjá okkur.

ALATEEN hefur byrjað með fundi aftur eftir laaaangt hlé.

Alateen er fyrir unglínga sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju annarra.

Allir unglingar á aldrinum 13 til 18 ára sem eru aðstandendur alkóhólista eru velkomnir á Alateen fundi!

Fundirnir eru í 12 Sporahúsinu (Alanó klúbbnum) Holtagörðum 10 á miðvikudagskvöldum klukkan 20:00 í sal 7.

Endilega látið þetta spyrjast út.

Stórtónleikar til styrktar Alanó klúbbnum/12 Spora húsi

Stórtónleikar til styrktar Alanó klúbbnum/12 Spora húsi

Styrktartónleikar fyrir Alanó klúbbinn/12 Sporahús verða haldnir haldnir í sal 1 laugardaginn 14. september kl. 19:30 til 22:00. Mjög flott dagskrá: Páll Óskar, GDRN, Systur, Ellen Kristjáns, Kalli Bjarni, Birgir Hákon og Finnbjörn ásamt fleirum. Miðasala hefst á Tix.is 10. ágúst. Verð 4.000.

Öll vinnan er gefinn og allt sem kemur inn rennur til styrktar klúbbnum.

Endilega láttu sjá þig, góð tónlist, góður félagsskapur, gott málefni.

Nefndin.

Gæti verið mynd af texti