Ný vefur 12 Sporahússins er kominn í gagnið, loksins, sjá www.12sporahusid.is.
Vefurinn verður miðstöð upplýsinga um það sem er að gerast i 12 Sporahúsinu ásamt Facebook síðu hússins, en framundan eru hvorki meira né minna en þrír stórviðburðir fram að áramótum.
Á síðunni er allar upplýsingar um húsið og salina, sögu klúbbsins og lög hans, og hægt er að gerast meðlimur í klúbbnum eða styrkja hann í eitt skipti eða fleiri ef menn vilja. Einnig eru á síðunni húsreglur og umgengnisreglur sem deildir þurfa að hafa í huga.
Vinsamlegast látið aðrar deildir sem þið eruð í vita af þessu. Það er langþráð takmark að geta haft alla upplýsingagjöf og samskipti á einum stað og við hvetjum deildir til að „vakta“ síðuna.
Deildir eru beðnar um að skoða vefinn vel og athuga ef þar eru misskráningar á fundum og láta vita á netfangið 12sporahusid@12sporahusid.is.
Með bestu kveðju,
Stjórn Alanó klúbbsins.