Jóla- jóla- jólahlaðborð!
Það verður alveg svakalega flott jólahlaðborð í 12 Sporahúsinu, laugardaginn 10. desember klukkan 19:00.
Sex forréttir, þrír aðalréttir og þrír eftirréttir ásamt alls konar sjúklega góðu meðlæti.
Ath. Líka hægt er að panta veganrétti, við skráningu.
Ellen Kristjáns mætir á svæðið og syngur inn jólin. Þetta verður gaman, og gott.
Húsið opnar kl. 18:30.
Miðaverð aðeins 7.500 krónur.
Skráning er í gangi til 5. des. hjá Jobba í 12 Sporahúsinu eða í síma 644 4412.