Húsnæðið

Hér að neðan eru upplýsingar um salina ásamt myndum og bókunarmöguleikum

Ný deild í 12 Sporahúsið

Viltu stofna deild, koma með deild eða athuga hvort það sé pláss fyrir þína deild í 12 Sporahúsinu. Í 12 Sporahúsinu eru alls 8 fundasalir/herbergi með sætum fyrir 15 og upp í 200 manns. Einnig eru í húsinu 4 sponsherbergi. Alls eru yfir fimmtíu 12 spora fundir í húsinu í hverri viku.

Endilega fyllið út formið neðst á síðunni og sendið okkur og við munum svara eins fljótt og auðið er.

Húsreglur
  1. Neysla og meðferð áfengis og annara vímuefna er með öllu óheimil í húsinu.
  2. Taka skal eðlilegt tillit til annarra fundargesta sem sækja fundi í húsinu og gæta þess að valda ekki truflun eða óþægindum.
  3. Gestum hússins er skylt að ganga vel um sameiginlegt húsrými og lóð og taka tillit til annarrar starfsemi í húsinu og nágranna.
  4. Þjónustunefndir deilda skulu skila fundarsölum og eldhúsum hreinum og snyrtilegum eftir hvern fund.
  5. Ekki er heimilt að flytja húsgögn eða annan búnað á milli herbergja hússins.
  6. 12 sporahúsið tekur ekki ábyrgð á börnum sem koma í húsið. Börn eru alfarið á ábyrgð forráðamanna, og ber þeim að gæta þess að börn trufli ekki starfsemi hússins.
  7. 12 sporahúsið tekur ekki ábyrgð á neinum verðmætum sem skilin eru eftir í húsinu.
  8. Ef nýjar deildir vilja hefja fundi í húsinu skulu þær fylla út formið hér fyrir neðan.
  9. Öll dýr eru bönnuð í húsinu.
  10. Þegar brunavarnarkerfi fer í gang ber öllum að yfirgefa húsið tafarlaust.
  11. . . . og að endingu: Vinsamlega gangið snyrtilega um húsið, alltaf.
Umgengni

Eftir hvern fund:

  1. Tæmið og þvoið öll ílát og áhöld.
  2. Þurrkið af borðum og yfir gólf í fundarsal og eldhúsi ef þarf.
  3. Slökkvið á kaffivélum og þrífið eftir notkun.
  4. Verið til fyrirmyndar í allri umgengni.
Salur 1

Salur 1

Salurinn tekur um 180 til 200 manns í sæti og er leiguverð á mánuði 65.000 krónur (í desember 2020). Miðað við 1 fund í viku.

Salur 2

Salur 2

Salurinn tekur um 70 til 100 manns í sæti og er leiguverð á mánuði 40.000 krónur (í desember 2020). Miðað við 1 fund í viku.

Salur 3

Salur 3

Salurinn tekur um  50 til 70 manns í sæti og er leiguverð á mánuði 35.000 krónur (í desember 2020). Miðað við 1 fund í viku.

Salur 4

Salur 4

Salurinn tekur um 30 til 50 manns í sæti og er leiguverð á mánuði 22.500 krónur (í desember 2020). Miðað við 1 fund í viku.

Salur 5

Salur 5

Salurinn tekur um 20 til 25 manns í sæti og er leiguverð á mánuði 15.000 krónur (í desember 2020). Miðað við 1 fund í viku.

Salur 6

Salur 6

Salurinn tekur um 10 til 15 manns í sæti og er leiguverð á mánuði  8.000 krónur (í desember 2020). Miðað við 1 fund í viku.

Salur 7

Salur 7

Salurinn tekur um 30 til 40 manns í sæti og er leiguverð á mánuði 22.500 krónur (í desember 2020). Miðað við 1 fund í viku.

Salur 8

Salur 8

Salurinn tekur um 80 til 100 manns í sæti og er leiguverð á mánuði 40.000 krónur (í desember 2020). Miðað við 1 fund í viku.

Fleiri myndir frá Alanó húsnæðinu

Bóka sal

Endilega fyllið út formið hér til hliðar og sendið okkur og við munum svara eins fljótt og auðið er.

12 sporahúsið – Alanó klúbburinn leigir út fundarsali til 12 spora samtaka og eina markmið klúbbsins er að halda úti húsnæði fyrir 12 spora samtök.

Ef þú hefur hug á að stofna 12 spora fund og/eða vilt leigja sal undir hann vinsamlega hafðu samband fyrir nánari upplýsingar.

8 + 7 =