Alanó klúbburinn verður með hátíðarfund á Föstudaginn langa (7. apríl) í húsnæði sínu að Holtgörðum, Holtavegi 10 í Reykjavík.

Fundurinn hefst kl. 12:00 og er öllum opinn, félögum í 12 Spora samtökum, fölskyldum og vinum. Boðið er upp á barnapössun.

Fimm félagar úr AA- og Al-anon samtökunum segja fá reynslu sinni af bataleið gegnum 12 spora vinnu.

Þetta er gott tækifæri til að koma saman og hitta vini og félaga.

Mætum snemma, kaffi og léttar veitingar á staðnum.

Hlökkum til að sjá ykkur!