Í tilefni HM 2022 í fótbolta þá ætlar 12 Sporahúsið Holtagörðum að vera með beinar útsendingar frá öllum leikjum keppninnar.

Sal 8 verður breytt í kaffihús og á boðstólum verða ýmsar veitingar svo sem pizzur, samlokur, gos, kaffi, bakkelsi og nammi. Keppnin hefst núna á sunnudag, 20. nóvember klukkan 16:00 og næstu leikir eru á mánudag kl. 13:00, 16:00 og 19:00 og svo alla daga vikunnar frá kl. 10:00. o.s.frv. Keppninni lýkur svo með úrslitaleiknum þann 18. desember.

Vertu með og láttu sjá þig, þetta er gaman og þetta er eini staðurinn þar sem hægt er að horfa á HM 2022 í stórum hópi án þess að verið sé að reyna að selja áfengi með.

Meðfylgjandi er linkur á dagskrá RÚV sem sér um útsendinguna.

https://www.ruv.is/frett/2022/11/01/svona-verdur-hm-a-ruv