Opnunarhátíð 12 Spora hússins

LOKSINS, LOKSINS.
Formleg opnun að Holtagörðum.
Opnunarhátið 12 Sporahússins verður haldin laugardaginn 30. apríl.
Opið hús milli kl. 14 og 16.
Opnunarræða frá stjórn hússins og fulltrúa Reykjavíkurborgar.
Skoðunarferð um húsið.
Léttar kaffiveitingar.
OpnunarPARTÝ um kvöldið milli 21 og 23.
Tónlistaratriði og fjör.
Komum saman í klúbbinn okkar og tökum aðstandendur og vini með.

Aðalfundur Alanó klúbbsins

Aðalfundarboð
Aðalfundur Alanó klúbbsins, líknarfélags verður haldinn í Sal 1, 12 Sporahúsinu Holtavegi 10 Reykjavík, þann 07. apríl 2022 klukkan 18:00. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum.
Dagskrá;
Fundarstjóri valinn
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur
3. Kosningar í varastjórn
4. Breytingar á lögum félagsins/Kosningar
5. Önnur mál
Úr 5. grein laga félagsins
Félagsmenn teljast þeir sem standa skil á félagsgjöldum og öðlast þannig kjörgengi og kosningarétt á aðalfundi félagsins.
Önnur mál
Félagsmönnum er bent á að öll mál sem félagsmenn óska að séu sett á dagskrá aðalfundar undir liðnum „Önnur mál“ verða að hafa borist stjórn félagsins skriflega á netfangið 12sporahusid@12sporahusid.is fyrir 1.apríl 2022.
Stjórn Alanó klúbbsins, líknarfélags.

Jólafundir

Sæl öll. Það eru að koma jól og þau geta verið snúin fyrir mörg okkar. Því hefur framtakssamt AA fólk í 12 Sporahúsinu ákveðið að bjóða upp á aukafundi um jólin. Það verða miðnæturfundir (kl. 23.) á Þorláksmessu, aðfangadag og jóladag, svo verður nýársfagnaðarfundur klukkan eitt eftir miðnætti á Gamlárs (01:00 á nýarsdag). Þessir jóla- áramótafundir eru alveg einstaklega skemmtilegir. Láttu sjá þig. Gleðileg jól. Nefndin.

Ný heimasíða Alanó klúbbsins/12 Spora húss

Ný heimasíða Alanó klúbbsins/12 Spora húss er komin í gagnið. Á síðunni má finna upplýsingar um starfsemi klúbbsins, fundaskrá í 12 Spora húsinu, félagaskráningu styrki og tengiliði á helstu stjórnendur. Stjórnin þakkar Helgu Ó. kærlega fyrir vel unnið starf við síðuna sem var allt unnið í sjálfboðavinnu.

Niðurstöður aðalfundar

Aðalfundur Alanó klúbbsins var haldinn í nýju húsnæði, Holtagörðum, Holtavegi 10, þann 15. apríl síðastliðinn. Fundurinn fór fram samkvæmt boðaðri dagskrá og var skýrsla stjórnar, áreikningur og kjör varamanna í stjórn samþykkt samhljóða. Önnur mál voru ekki á dagskrá.