Fótboltaveisla í 12 Sporahúsinu

Í tilefni HM 2022 í fótbolta þá ætlar 12 Sporahúsið Holtagörðum að vera með beinar útsendingar frá öllum leikjum keppninnar.

Sal 8 verður breytt í kaffihús og á boðstólum verða ýmsar veitingar svo sem pizzur, samlokur, gos, kaffi, bakkelsi og nammi. Keppnin hefst núna á sunnudag, 20. nóvember klukkan 16:00 og næstu leikir eru á mánudag kl. 13:00, 16:00 og 19:00 og svo alla daga vikunnar frá kl. 10:00. o.s.frv. Keppninni lýkur svo með úrslitaleiknum þann 18. desember.

Vertu með og láttu sjá þig, þetta er gaman og þetta er eini staðurinn þar sem hægt er að horfa á HM 2022 í stórum hópi án þess að verið sé að reyna að selja áfengi með.

Meðfylgjandi er linkur á dagskrá RÚV sem sér um útsendinguna.

https://www.ruv.is/frett/2022/11/01/svona-verdur-hm-a-ruv

Bingó! Bingó! Bingó!

Jæja þá er komið að því, BINGÓ!
12. Sporahúsið í Holtagörðum verður með bingó, já bingó, laugardaginn 1. október klukkan 19:30. Allur ágóði rennur beint í Alanó Klúbbinn til að styrkja starfsemina. Sjá nánar um starfsemina á 12sporahusid.is
Þessi viðburður er opin fyrir alla og verða alls konar drykkir og veitingar til sölu á staðnum. Einnig erum við svo þakklát yfir því að fá MANIC STATE til þess að vera bingó-stjórar fyrir okkur.
Það verða glæsilegar vinningar í boði og við mælum með því að mæta tímanlega til þess að ná góðum sætum!

Nýr vefur 12 Sporahússins

Ný vefur 12 Sporahússins er kominn í gagnið, loksins, sjá www.12sporahusid.is.
Vefurinn verður miðstöð upplýsinga um það sem er að gerast i 12 Sporahúsinu ásamt Facebook síðu hússins, en framundan eru hvorki meira né minna en þrír stórviðburðir fram að áramótum.
Á síðunni er allar upplýsingar um húsið og salina, sögu klúbbsins og lög hans, og hægt er að gerast meðlimur í klúbbnum eða styrkja hann í eitt skipti eða fleiri ef menn vilja. Einnig eru á síðunni húsreglur og umgengnisreglur sem deildir þurfa að hafa í huga.
Vinsamlegast látið aðrar deildir sem þið eruð í vita af þessu. Það er langþráð takmark að geta haft alla upplýsingagjöf og samskipti á einum stað og við hvetjum deildir til að „vakta“ síðuna.
Deildir eru beðnar um að skoða vefinn vel og athuga ef þar eru misskráningar á fundum og láta vita á netfangið 12sporahusid@12sporahusid.is.
Með bestu kveðju,
Stjórn Alanó klúbbsins.

Opnunarhátíð 12 Spora hússins

LOKSINS, LOKSINS.
Formleg opnun að Holtagörðum.
Opnunarhátið 12 Sporahússins verður haldin laugardaginn 30. apríl.
Opið hús milli kl. 14 og 16.
Opnunarræða frá stjórn hússins og fulltrúa Reykjavíkurborgar.
Skoðunarferð um húsið.
Léttar kaffiveitingar.
OpnunarPARTÝ um kvöldið milli 21 og 23.
Tónlistaratriði og fjör.
Komum saman í klúbbinn okkar og tökum aðstandendur og vini með.

Aðalfundur Alanó klúbbsins

Aðalfundarboð
Aðalfundur Alanó klúbbsins, líknarfélags verður haldinn í Sal 1, 12 Sporahúsinu Holtavegi 10 Reykjavík, þann 07. apríl 2022 klukkan 18:00. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum.
Dagskrá;
Fundarstjóri valinn
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur
3. Kosningar í varastjórn
4. Breytingar á lögum félagsins/Kosningar
5. Önnur mál
Úr 5. grein laga félagsins
Félagsmenn teljast þeir sem standa skil á félagsgjöldum og öðlast þannig kjörgengi og kosningarétt á aðalfundi félagsins.
Önnur mál
Félagsmönnum er bent á að öll mál sem félagsmenn óska að séu sett á dagskrá aðalfundar undir liðnum „Önnur mál“ verða að hafa borist stjórn félagsins skriflega á netfangið 12sporahusid@12sporahusid.is fyrir 1.apríl 2022.
Stjórn Alanó klúbbsins, líknarfélags.

Jólafundir

Sæl öll. Það eru að koma jól og þau geta verið snúin fyrir mörg okkar. Því hefur framtakssamt AA fólk í 12 Sporahúsinu ákveðið að bjóða upp á aukafundi um jólin. Það verða miðnæturfundir (kl. 23.) á Þorláksmessu, aðfangadag og jóladag, svo verður nýársfagnaðarfundur klukkan eitt eftir miðnætti á Gamlárs (01:00 á nýarsdag). Þessir jóla- áramótafundir eru alveg einstaklega skemmtilegir. Láttu sjá þig. Gleðileg jól. Nefndin.