Aðalfundur Alanó klúbbsins
Jólafundir
Sæl öll. Það eru að koma jól og þau geta verið snúin fyrir mörg okkar. Því hefur framtakssamt AA fólk í 12 Sporahúsinu ákveðið að bjóða upp á aukafundi um jólin. Það verða miðnæturfundir (kl. 23.) á Þorláksmessu, aðfangadag og jóladag, svo verður nýársfagnaðarfundur klukkan eitt eftir miðnætti á Gamlárs (01:00 á nýarsdag). Þessir jóla- áramótafundir eru alveg einstaklega skemmtilegir. Láttu sjá þig. Gleðileg jól. Nefndin.
Ný heimasíða Alanó klúbbsins/12 Spora húss
Ný heimasíða Alanó klúbbsins/12 Spora húss er komin í gagnið. Á síðunni má finna upplýsingar um starfsemi klúbbsins, fundaskrá í 12 Spora húsinu, félagaskráningu styrki og tengiliði á helstu stjórnendur. Stjórnin þakkar Helgu Ó. kærlega fyrir vel unnið starf við síðuna sem var allt unnið í sjálfboðavinnu.
Niðurstöður aðalfundar
Aðalfundur Alanó klúbbsins var haldinn í nýju húsnæði, Holtagörðum, Holtavegi 10, þann 15. apríl síðastliðinn. Fundurinn fór fram samkvæmt boðaðri dagskrá og var skýrsla stjórnar, áreikningur og kjör varamanna í stjórn samþykkt samhljóða. Önnur mál voru ekki á dagskrá.