Ný deild ungs fólks

Ný deild, Ungt fólk á laugardegi, hefur tekið til starfa í 12 Sporahúsinu og er með fundi á laugardögum kl. 18:00.

Verið velkomin.

Hátíðarfundur Alanó klúbbsins

Alanó klúbburinn verður með hátíðarfund á Föstudaginn langa (7. apríl) í húsnæði sínu að Holtgörðum, Holtavegi 10 í Reykjavík.

Fundurinn hefst kl. 12:00 og er öllum opinn, félögum í 12 Spora samtökum, fölskyldum og vinum. Boðið er upp á barnapössun.

Fimm félagar úr AA- og Al-anon samtökunum segja fá reynslu sinni af bataleið gegnum 12 spora vinnu.

Þetta er gott tækifæri til að koma saman og hitta vini og félaga.

Mætum snemma, kaffi og léttar veitingar á staðnum.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Nýr fundur. GA (Gamblers Anonymous)

Vekjum athygli á nýjum fundi fyrir spilafíkla, Gamblers Anonymous (GA) sem er í hádeginu (12:05) á mánudögum í sal 6.

Spilafíkn er mjög erfitt og margslungið vandamál, fer oft mjög leynt, og getur haft alvarlegar afleiðingar. Verið velkomin.

Áramót í 12Sporahúsinu

Opið verður í 12Sporahúsinu Holtagörðum á Gamlárskvöld og allir fundir dagsins verða á hefðbundnum tímum, sjá heimasíðuna www.12sporahúsid.is.  Það verður líka auka AA-fundur klukkan 01:00 eftir miðnættið og eru allir velkomnir.

Engin formleg áramótaskemmtun verður á vegum klúbbsins, en allir eru velkomnir í húsið og kveikt verður á sjónvarpinu allt kvöldið ef fólk vill koma saman og horfa á áramótaskaupið, tjilla, dansa og spjalla.

Það hefur oft verið fjör í Alanó á Gamlárskvöld, láttu endilega sjá þig.

Nefndin

Aukafundir um jól og áramót

Það eru að koma jól og þau geta verið snúin fyrir mörg okkar. Því hefur framtakssamt AA fólk í 12Sporahúsinu Holtagörðum ákveðið að bjóða upp á aukafundi um jólin. Það verða miðnæturfundir (kl. 23.) á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag, svo verður nýársfagnaðarfundur klukkan eitt eftir miðnætti á gamlárskvöld (01:00 á nýársdag). Þessir jóla- áramótafundir eru alveg einstaklega skemmtilegir. Allir velkomnir. Láttu sjá þig.

Gleðileg jól.

Nefndin.

Jóla- jóla- jólahlaðborð!

Jóla- jóla- jólahlaðborð!

Það verður alveg svakalega flott jólahlaðborð í 12 Sporahúsinu, laugardaginn 10. desember klukkan 19:00.

Sex forréttir, þrír aðalréttir og þrír eftirréttir ásamt alls konar sjúklega góðu meðlæti.

Ath. Líka hægt er að panta veganrétti, við skráningu.

Ellen Kristjáns mætir á svæðið og syngur inn jólin. Þetta verður gaman, og gott.

Húsið opnar kl. 18:30.

Miðaverð aðeins 7.500 krónur.

Skráning er í gangi til 5. des. hjá Jobba í 12 Sporahúsinu eða í síma 644 4412.