Áramót í 12Sporahúsinu

Opið verður í 12Sporahúsinu Holtagörðum á Gamlárskvöld og allir fundir dagsins verða á hefðbundnum tímum, sjá heimasíðuna www.12sporahúsid.is.  Það verður líka auka AA-fundur klukkan 01:00 eftir miðnættið og eru allir velkomnir.

Engin formleg áramótaskemmtun verður á vegum klúbbsins, en allir eru velkomnir í húsið og kveikt verður á sjónvarpinu allt kvöldið ef fólk vill koma saman og horfa á áramótaskaupið, tjilla, dansa og spjalla.

Það hefur oft verið fjör í Alanó á Gamlárskvöld, láttu endilega sjá þig.

Nefndin

Aukafundir um jól og áramót

Það eru að koma jól og þau geta verið snúin fyrir mörg okkar. Því hefur framtakssamt AA fólk í 12Sporahúsinu Holtagörðum ákveðið að bjóða upp á aukafundi um jólin. Það verða miðnæturfundir (kl. 23.) á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag, svo verður nýársfagnaðarfundur klukkan eitt eftir miðnætti á gamlárskvöld (01:00 á nýársdag). Þessir jóla- áramótafundir eru alveg einstaklega skemmtilegir. Allir velkomnir. Láttu sjá þig.

Gleðileg jól.

Nefndin.

Jóla- jóla- jólahlaðborð!

Jóla- jóla- jólahlaðborð!

Það verður alveg svakalega flott jólahlaðborð í 12 Sporahúsinu, laugardaginn 10. desember klukkan 19:00.

Sex forréttir, þrír aðalréttir og þrír eftirréttir ásamt alls konar sjúklega góðu meðlæti.

Ath. Líka hægt er að panta veganrétti, við skráningu.

Ellen Kristjáns mætir á svæðið og syngur inn jólin. Þetta verður gaman, og gott.

Húsið opnar kl. 18:30.

Miðaverð aðeins 7.500 krónur.

Skráning er í gangi til 5. des. hjá Jobba í 12 Sporahúsinu eða í síma 644 4412.

Fótboltaveisla í 12 Sporahúsinu

Í tilefni HM 2022 í fótbolta þá ætlar 12 Sporahúsið Holtagörðum að vera með beinar útsendingar frá öllum leikjum keppninnar.

Sal 8 verður breytt í kaffihús og á boðstólum verða ýmsar veitingar svo sem pizzur, samlokur, gos, kaffi, bakkelsi og nammi. Keppnin hefst núna á sunnudag, 20. nóvember klukkan 16:00 og næstu leikir eru á mánudag kl. 13:00, 16:00 og 19:00 og svo alla daga vikunnar frá kl. 10:00. o.s.frv. Keppninni lýkur svo með úrslitaleiknum þann 18. desember.

Vertu með og láttu sjá þig, þetta er gaman og þetta er eini staðurinn þar sem hægt er að horfa á HM 2022 í stórum hópi án þess að verið sé að reyna að selja áfengi með.

Meðfylgjandi er linkur á dagskrá RÚV sem sér um útsendinguna.

https://www.ruv.is/frett/2022/11/01/svona-verdur-hm-a-ruv

Bingó! Bingó! Bingó!

Jæja þá er komið að því, BINGÓ!
12. Sporahúsið í Holtagörðum verður með bingó, já bingó, laugardaginn 1. október klukkan 19:30. Allur ágóði rennur beint í Alanó Klúbbinn til að styrkja starfsemina. Sjá nánar um starfsemina á 12sporahusid.is
Þessi viðburður er opin fyrir alla og verða alls konar drykkir og veitingar til sölu á staðnum. Einnig erum við svo þakklát yfir því að fá MANIC STATE til þess að vera bingó-stjórar fyrir okkur.
Það verða glæsilegar vinningar í boði og við mælum með því að mæta tímanlega til þess að ná góðum sætum!

Nýr vefur 12 Sporahússins

Ný vefur 12 Sporahússins er kominn í gagnið, loksins, sjá www.12sporahusid.is.
Vefurinn verður miðstöð upplýsinga um það sem er að gerast i 12 Sporahúsinu ásamt Facebook síðu hússins, en framundan eru hvorki meira né minna en þrír stórviðburðir fram að áramótum.
Á síðunni er allar upplýsingar um húsið og salina, sögu klúbbsins og lög hans, og hægt er að gerast meðlimur í klúbbnum eða styrkja hann í eitt skipti eða fleiri ef menn vilja. Einnig eru á síðunni húsreglur og umgengnisreglur sem deildir þurfa að hafa í huga.
Vinsamlegast látið aðrar deildir sem þið eruð í vita af þessu. Það er langþráð takmark að geta haft alla upplýsingagjöf og samskipti á einum stað og við hvetjum deildir til að „vakta“ síðuna.
Deildir eru beðnar um að skoða vefinn vel og athuga ef þar eru misskráningar á fundum og láta vita á netfangið 12sporahusid@12sporahusid.is.
Með bestu kveðju,
Stjórn Alanó klúbbsins.