Jólahlaðborð Alanó Klúbbsins – 12 Spora húss

Jólahlaðborð Alanó Klúbbsins – 12 Spora húss

Jólahlaðborð Alanó klúbbsins – 12 Sporahúss verður haldið laugardaginn 6. desember í Kænunni í Hafnarfirði.
Húsið opnar kl. 18:00 og borðhald byrjar kl. 19:00. Verð aðeins 7.900 kr.
Veilsustjóri er Eyþór Bjarnason og Brynja Rán syngur ljúfa tóna.
Miðar fást á skrifstofu Alanó klúbbsins og hjá Jobba með tölvupósti á netfangið: jobbi@12sporahusid.is
Þetta verður æðisgengið. Sjáumst!!

Nýr fundur.

Nýr fundur í 12 Sporahúsinu er kominn í gang. Fundurinn heitir “Korter yfir fimm deildin” og er alla þriðjudaga kl. 17:15 í Sal 7.
Endilega láttu sjá þig. Fínt að enda vinnudaginn á góðum fundi.

Styrktarkvöld Alanó klúbbsins – 12 Sporahúss

Styrktarkvöld Alanó klúbbsins – 12 Sporahúss

Hæ Hó!
Styrktarkvöld Alanóklúbbsins verður haldið sunnudaginn 14. sept. n.k. Einvala lið skemmtikrafta mun koma fram sem verða kynntir næstu daga.
Salurinn opnar kl 18:00 og viðburðurinn hefst 18:30.
Miðaverð er 5.500kr og mun allur ágóði renna til Alanóklúbbsins.
Miðasala hefst 5.ágúst. á tix.is
Viðburðurinn verður haldinn i húsnæði klúbbsins í Holtagörðum
Takið kvöldið frá.🙂

Auka miðnæturfundir um jól og áramót.

Hæ hó kæru félagar!

Alanó klúbburinn/12Sporahús verður með auka miðnæturfundi um jólin og áramótin eins og undanfarin ár.

Fundirnir eru á Þorláksmessu, aðfangadag jóla, jóladag, annan í jólum og á nýársdag kl. 23:30 til 00:30. Á gamlárskvöld verður svo geggjaður áramótafundur kl. 01:00 til 02:00 eftir miðmættið.

Þessir fundir hafa alltaf verið mjög skemmtilegir og vel sóttir. Láttu endilega sjá þig og vertu með.

Bestu kveðjur,

Jóla- og áramótanefndin.

Nýr fundur!

Stofnaður hefur verið nýr fundur fyrir ungt fólk í AA. Fundurinn heitir Ungmenni í AA og er fyrir ungmenni á aldrinum 13-18 ára sem eiga við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða.

Fundurinn er í Sal 6 klukkan 18:00 á miðvikudögum. Verið velkomin ungt fólk. Það er lausn í boði.

Fullorðnir ábyrgðarmenn passa upp á fundina.

Öll ungmenni velkomin.