13.09.2021
Ný heimasíða Alanó klúbbsins/12 Spora húss er komin í gagnið. Á síðunni má finna upplýsingar um starfsemi klúbbsins, fundaskrá í 12 Spora húsinu, félagaskráningu styrki og tengiliði á helstu stjórnendur. Stjórnin þakkar Helgu Ó. kærlega fyrir vel unnið starf við síðuna sem var allt unnið í sjálfboðavinnu.
7.06.2021
Aðalfundur Alanó klúbbsins var haldinn í nýju húsnæði, Holtagörðum, Holtavegi 10, þann 15. apríl síðastliðinn. Fundurinn fór fram samkvæmt boðaðri dagskrá og var skýrsla stjórnar, áreikningur og kjör varamanna í stjórn samþykkt samhljóða. Önnur mál voru ekki á dagskrá.
25.03.2021
Aðalfundur Alanó klúbbsins, líknarfélags verður haldinn í Sal 1, 12 Sporahúsinu Holtavegi 10 Reykjavík, þann 15. apríl 2021 klukkan 18:00. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum.
Dagskrá:
Fundarstjóri valinn
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur
3. Kosningar í varastjórn
4. Breytingar á lögum félagsins/Kosningar
5. Önnur mál
Úr 5. grein laga félagsins
Félagsmenn teljast þeir sem standa skil á félagsgjöldum og öðlast þannig kjörgengi og kosningarétt á aðalfundi félagsins.
Önnur mál
Félagsmönnum er bent á að öll mál sem félagsmenn óska að séu sett á dagskrá aðalfundar undir liðnum „Önnur mál“ verða að hafa borist stjórn félagsins skriflega á netfangið 12sporahusid@12sporahusid.is fyrir 8.apríl 2021.
Stjórn Alanó klúbbsins, líknarfélags.
1. nóvember 2020
Húsnæði Alanó klúbbsins flutt.
Við erum flutt!
Alanó klúbburinn er fluttur í Holtagarða, Holtavegi 10, 2. hæð. 104 Reykjavík.
Verið velkomin á nýja staðinn okkar.