Boðið verður upp á auka AA fundi í Alanó-klúbbnum/12Spora húsi í Holtagörðum um jólin og áramótin. Fundirnir eru miðnæturfundir og eru frá kl. 23:30 til 00:30 og verða á Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlárskvöld og nýársdag. Boðið er upp á kaffi og góðan boðskap og félagsskap á þessum tímum sem oft geta reynst snúnir fyrir mörg okkar.
Hjálpfúsar hendur til að rita og laga kaffi eru vel þegnar. Vinsamlegast sendið skilaboð á Halldór Anton í síma 785 9982 eða í Messenger.