Það eru að koma jól og þau geta verið snúin fyrir mörg okkar. Því hefur framtakssamt AA fólk í 12Sporahúsinu Holtagörðum ákveðið að bjóða upp á aukafundi um jólin. Það verða miðnæturfundir (kl. 23.) á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag, svo verður nýársfagnaðarfundur klukkan eitt eftir miðnætti á gamlárskvöld (01:00 á nýársdag). Þessir jóla- áramótafundir eru alveg einstaklega skemmtilegir. Allir velkomnir. Láttu sjá þig.

Gleðileg jól.

Nefndin.