Hæ hó kæru félagar!
Alanó klúbburinn/12Sporahús verður með auka miðnæturfundi um jólin og áramótin eins og undanfarin ár.
Fundirnir eru á Þorláksmessu, aðfangadag jóla, jóladag, annan í jólum og á nýársdag kl. 23:30 til 00:30. Á gamlárskvöld verður svo geggjaður áramótafundur kl. 01:00 til 02:00 eftir miðmættið.
Þessir fundir hafa alltaf verið mjög skemmtilegir og vel sóttir. Láttu endilega sjá þig og vertu með.
Bestu kveðjur,
Jóla- og áramótanefndin.