Opið verður í 12Sporahúsinu Holtagörðum á Gamlárskvöld og allir fundir dagsins verða á hefðbundnum tímum, sjá heimasíðuna www.12sporahúsid.is.  Það verður líka auka AA-fundur klukkan 01:00 eftir miðnættið og eru allir velkomnir.

Engin formleg áramótaskemmtun verður á vegum klúbbsins, en allir eru velkomnir í húsið og kveikt verður á sjónvarpinu allt kvöldið ef fólk vill koma saman og horfa á áramótaskaupið, tjilla, dansa og spjalla.

Það hefur oft verið fjör í Alanó á Gamlárskvöld, láttu endilega sjá þig.

Nefndin