12 SPORAHÚSIÐ – ALANO KLÚBBURINN

Tilgangur félagsins er að efla 12 spora starf í landinu

Fundir í dag

Samtök Nafn Tími Salur
AA Hádegisdeild 12.05 1
AA Kvennafundur - Konur 12.05 4
AA Bókafundur 12 & 12 - Karlar 16.45 7
MA Marijuana Anonymous 18.00 4
AA Ungmenni í AA, 13 - 18 ára. 18.00 6
AA Sporgöngumenn - Karlar 19.30 1
Al-Anon Al-Anon 20.00 4
Alateen 20.00 7

Um klúbbinn

Alanó klúbburinn er líknarfélag sem rekur húsnæði til leigu fyrir 12 spora samtök undir nafninu 12 Sporahúsið. Markmið félagsins er að efla 12 spora starf með því að reka húsnæði með fundaaðstöðu fyrir 12 spora samtök ásamt félagsmiðstöð.

Starfsemin er fjármögnuð með leigutekjum af fundasölum, félagsgjöldum meðlima, styrkjum og með ýmsum fjáröflunar viðburðum. Alanó klúbburinn/12 Sporahúsið er stofnað að erlendri fyrirmynd en fyrirkomulagið er vel þekkt víða um heim, sérstaklega þó í Bandaríkjunum.

Allt frá stofnun árið 2000 hefur félagið unnið ötullega að því að tryggja 12 spora samtökum fundaaðstöðu og klúbburinn er í dag sannkölluð lífæð 12 spora starfs á Íslandi. Öll starfsemi félagsins er í höndum sjálfboðaliða utan starf húsvarðar sem hefur verið í hálfu starfi.

Í núverandi húsnæði klúbbsins í Holtagörðum, Holtavegi 10 í Reykjavík, eru á dagskrá um 50 fundir í hverri viku á vegum ellefu mismunandi 12 spora samtaka, að mestu AA-fundir eða alls þrjátíu og átta en aðrir fundir eru á vegum ýmissa annarra 12 spora samtaka.