12 SPORAHÚSIÐ – ALANO KLÚBBURINN
Tilgangur félagsins er að efla 12 spora starf í landinuFundir í dag
| Samtök | Nafn | Tími | Salur |
|---|---|---|---|
| AA | Boys to Men - Karlar | 12.05 | 2 |
| AA | Hádegisdeild | 12.05 | 1 |
| AA | Eftirvinna - Bókafundur | 17.15 | 7 |
| AA | Valkyrjur - Konur | 18.15 | 3 |
| AA | Nýtt upphaf | 19.00 | 4 |
| AA | Menn með mönnum - Karlar | 20.15 | 2 |
Um klúbbinn
Alanó klúbburinn er líknarfélag sem rekur húsnæði til leigu fyrir 12 spora samtök undir nafninu 12 Sporahúsið. Markmið félagsins er að efla 12 spora starf með því að reka húsnæði með fundaaðstöðu fyrir 12 spora samtök ásamt félagsmiðstöð.
Starfsemin er fjármögnuð með leigutekjum af fundasölum, félagsgjöldum meðlima, styrkjum og með ýmsum fjáröflunar viðburðum. Alanó klúbburinn/12 Sporahúsið er stofnað að erlendri fyrirmynd en fyrirkomulagið er vel þekkt víða um heim, sérstaklega þó í Bandaríkjunum.
Allt frá stofnun árið 2000 hefur félagið unnið ötullega að því að tryggja 12 spora samtökum fundaaðstöðu og klúbburinn er í dag sannkölluð lífæð 12 spora starfs á Íslandi. Öll starfsemi félagsins er í höndum sjálfboðaliða utan starf húsvarðar sem hefur verið í hálfu starfi.
Í núverandi húsnæði klúbbsins í Holtagörðum, Holtavegi 10 í Reykjavík, eru á dagskrá um 50 fundir í hverri viku á vegum ellefu mismunandi 12 spora samtaka, að mestu AA-fundir eða alls þrjátíu og átta en aðrir fundir eru á vegum ýmissa annarra 12 spora samtaka.
Jólahlaðborð Alanó Klúbbsins – 12 Spora húss
Jólahlaðborð Alanó klúbbsins – 12 Sporahúss verður haldið laugardaginn 6. desember í Kænunni í Hafnarfirði. Húsið opnar kl. 18:00 og borðhald byrjar kl. 19:00. Verð aðeins 7.900 kr. Veilsustjóri er Eyþór Bjarnason og Brynja Rán syngur ljúfa tóna. Miðar fást á skrifstofu Alanó klúbbsins og hjá Jobba með tölvupósti á netfangið: jobbi@12sporahusid.is Þetta verður æðisgengið. […]
Nýr fundur.
Nýr fundur í 12 Sporahúsinu er kominn í gang. Fundurinn heitir “Korter yfir fimm deildin” og er alla þriðjudaga kl. 17:15 í Sal 7. Endilega láttu sjá þig. Fínt að enda vinnudaginn á góðum fundi.
Styrktarkvöld Alanó klúbbsins – 12 Sporahúss
Hæ Hó! Styrktarkvöld Alanóklúbbsins verður haldið sunnudaginn 14. sept. n.k. Einvala lið skemmtikrafta mun koma fram sem verða kynntir næstu daga. Salurinn opnar kl 18:00 og viðburðurinn hefst 18:30. Miðaverð er 5.500kr og mun allur ágóði renna til Alanóklúbbsins. Miðasala hefst 5.ágúst. á tix.is Viðburðurinn verður haldinn i húsnæði klúbbsins í Holtagörðum Takið kvöldið frá.🙂
Árshátíð Alanó klúbbsins!!
Árshátið Alanó klúbbsins/12 Sporahúss verður luagardaginn 12. apríl. Stókostlega dagskrá. Vertu með.
Auka miðnæturfundir um jól og áramót.
Hæ hó kæru félagar! Alanó klúbburinn/12Sporahús verður með auka miðnæturfundi um jólin og áramótin eins og undanfarin ár. Fundirnir eru á Þorláksmessu, aðfangadag jóla, jóladag, annan í jólum og á nýársdag kl. 23:30 til 00:30. Á gamlárskvöld verður svo geggjaður áramótafundur kl. 01:00 til 02:00 eftir miðmættið. Þessir fundir hafa alltaf verið mjög skemmtilegir og […]
Nýr fundur!
Stofnaður hefur verið nýr fundur fyrir ungt fólk í AA. Fundurinn heitir Ungmenni í AA og er fyrir ungmenni á aldrinum 13-18 ára sem eiga við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. Fundurinn er í Sal 6 klukkan 18:00 á miðvikudögum. Verið velkomin ungt fólk. Það er lausn í boði. Fullorðnir ábyrgðarmenn passa upp á fundina. […]
VúHú! Jólahlaðborð 12 Sporahússins.
12 Sporahúsið verður með jólahlaðborð laugardaginn 7. desember. Frábær matur að vanda, veislustjóri af dýrustu gerðinni og ljúfir tónar með matnum. Miðasala hefst 10. október hjá Jobba húsverði og Gísla á skrifstofunni. Það er líka hægt að panta miða í síma 644 4412 eða á netfangið jobbi@12sporahusid.is
Frábærar fréttir. ALATEEN byrjar með fundi hjá okkur.
ALATEEN hefur byrjað með fundi aftur eftir laaaangt hlé. Alateen er fyrir unglínga sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju annarra. Allir unglingar á aldrinum 13 til 18 ára sem eru aðstandendur alkóhólista eru velkomnir á Alateen fundi! Fundirnir eru í 12 Sporahúsinu (Alanó klúbbnum) Holtagörðum 10 á miðvikudagskvöldum klukkan 20:00 í sal 7. Endilega […]
Stórtónleikar til styrktar Alanó klúbbnum/12 Spora húsi
Styrktartónleikar fyrir Alanó klúbbinn/12 Sporahús verða haldnir haldnir í sal 1 laugardaginn 14. september kl. 19:30 til 22:00. Mjög flott dagskrá: Páll Óskar, GDRN, Systur, Ellen Kristjáns, Kalli Bjarni, Birgir Hákon og Finnbjörn ásamt fleirum. Miðasala hefst á Tix.is 10. ágúst. Verð 4.000. Öll vinnan er gefinn og allt sem kemur inn rennur til styrktar […]
Samband meðvirkni og fíknar
Málþing Hverfisnefndar AA á stór-Reykjavíkursvæðinu verður haldið í 12 Sporahúsinu/Alanó klúbbnum í Holtagörðum, Sal 1, laugardaginn 20. apríl kl. 14:00 til 16:00. Framsögu hafa Vagnbjörg Magnúsdóttir MA í fíknifræðum og MS í heilbrigðisvísindum, María Pétursdóttir alkóhólisti, og Jenný Kristín Valberg teymisstjóri í Bjarkarhlíð. 14:00 til 15:00 Framsögur 15:00 til 15:10 Kaffihlé 15:10 til 16:00 Umræður […]
Aukafundir um jól og áramót í 12 Sporahúsinu.
Boðið verður upp á auka AA fundi í Alanó-klúbbnum/12Spora húsi í Holtagörðum um jólin og áramótin. Fundirnir eru miðnæturfundir og eru frá kl. 23:30 til 00:30 og verða á Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlárskvöld og nýársdag. Boðið er upp á kaffi og góðan boðskap og félagsskap á þessum tímum sem oft geta reynst […]
Aðalfundur Alanó klúbbsins – 12 Sporahúss
Aðalfundur Alanó klúbbsins, líknarfélags verður haldinn í Sal 1, 12 Sporahúsinu Holtavegi 10 Reykjavík, mánudaginn 4. Desember 2023 klukkan 17:30. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum. Dagskrá; Fundarstjóri valinn 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningur 3. Kosningar í varastjórn 4. Breytingar á lögum félagsins/Kosningar 5. Önnur mál Úr 5. grein laga félagsins Félagsmenn teljast þeir sem standa […]
Ný deild ungs fólks
Ný deild, Ungt fólk á laugardegi, hefur tekið til starfa í 12 Sporahúsinu og er með fundi á laugardögum kl. 18:00. Verið velkomin.
Hátíðarfundur Alanó klúbbsins
Alanó klúbburinn verður með hátíðarfund á Föstudaginn langa (7. apríl) í húsnæði sínu að Holtgörðum, Holtavegi 10 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 12:00 og er öllum opinn, félögum í 12 Spora samtökum, fölskyldum og vinum. Boðið er upp á barnapössun. Fimm félagar úr AA- og Al-anon samtökunum segja fá reynslu sinni af bataleið gegnum 12 […]
Nýr fundur. GA (Gamblers Anonymous)
Vekjum athygli á nýjum fundi fyrir spilafíkla, Gamblers Anonymous (GA) sem er í hádeginu (12:05) á mánudögum í sal 6. Spilafíkn er mjög erfitt og margslungið vandamál, fer oft mjög leynt, og getur haft alvarlegar afleiðingar. Verið velkomin.
Áramót í 12Sporahúsinu
Opið verður í 12Sporahúsinu Holtagörðum á Gamlárskvöld og allir fundir dagsins verða á hefðbundnum tímum, sjá heimasíðuna www.12sporahúsid.is. Það verður líka auka AA-fundur klukkan 01:00 eftir miðnættið og eru allir velkomnir. Engin formleg áramótaskemmtun verður á vegum klúbbsins, en allir eru velkomnir í húsið og kveikt verður á sjónvarpinu allt kvöldið ef fólk vill koma […]
Aukafundir um jól og áramót
Það eru að koma jól og þau geta verið snúin fyrir mörg okkar. Því hefur framtakssamt AA fólk í 12Sporahúsinu Holtagörðum ákveðið að bjóða upp á aukafundi um jólin. Það verða miðnæturfundir (kl. 23.) á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag, svo verður nýársfagnaðarfundur klukkan eitt eftir miðnætti á gamlárskvöld (01:00 á nýársdag). […]
Jóla- jóla- jólahlaðborð!
Jóla- jóla- jólahlaðborð! Það verður alveg svakalega flott jólahlaðborð í 12 Sporahúsinu, laugardaginn 10. desember klukkan 19:00. Sex forréttir, þrír aðalréttir og þrír eftirréttir ásamt alls konar sjúklega góðu meðlæti. Ath. Líka hægt er að panta veganrétti, við skráningu. Ellen Kristjáns mætir á svæðið og syngur inn jólin. Þetta verður gaman, og gott. Húsið opnar […]
Fótboltaveisla í 12 Sporahúsinu
Í tilefni HM 2022 í fótbolta þá ætlar 12 Sporahúsið Holtagörðum að vera með beinar útsendingar frá öllum leikjum keppninnar. Sal 8 verður breytt í kaffihús og á boðstólum verða ýmsar veitingar svo sem pizzur, samlokur, gos, kaffi, bakkelsi og nammi. Keppnin hefst núna á sunnudag, 20. nóvember klukkan 16:00 og næstu leikir eru á […]
Bingó! Bingó! Bingó!
Jæja þá er komið að því, BINGÓ! 12. Sporahúsið í Holtagörðum verður með bingó, já bingó, laugardaginn 1. október klukkan 19:30. Allur ágóði rennur beint í Alanó Klúbbinn til að styrkja starfsemina. Sjá nánar um starfsemina á 12sporahusid.is Þessi viðburður er opin fyrir alla og verða alls konar drykkir og veitingar til sölu á staðnum. […]
Nýr vefur 12 Sporahússins
Ný vefur 12 Sporahússins er kominn í gagnið, loksins, sjá www.12sporahusid.is. Vefurinn verður miðstöð upplýsinga um það sem er að gerast i 12 Sporahúsinu ásamt Facebook síðu hússins, en framundan eru hvorki meira né minna en þrír stórviðburðir fram að áramótum. Á síðunni er allar upplýsingar um húsið og salina, sögu klúbbsins og lög hans, […]
Opnunarhátíð 12 Spora hússins
LOKSINS, LOKSINS. Formleg opnun að Holtagörðum. Opnunarhátið 12 Sporahússins verður haldin laugardaginn 30. apríl. Opið hús milli kl. 14 og 16. Opnunarræða frá stjórn hússins og fulltrúa Reykjavíkurborgar. Skoðunarferð um húsið. Léttar kaffiveitingar. OpnunarPARTÝ um kvöldið milli 21 og 23. Tónlistaratriði og fjör. Komum saman í klúbbinn okkar og tökum aðstandendur og vini með.
Aðalfundur Alanó klúbbsins
Aðalfundarboð Aðalfundur Alanó klúbbsins, líknarfélags verður haldinn í Sal 1, 12 Sporahúsinu Holtavegi 10 Reykjavík, þann 07. apríl 2022 klukkan 18:00. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum. Dagskrá; Fundarstjóri valinn 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningur 3. Kosningar í varastjórn 4. Breytingar á lögum félagsins/Kosningar 5. Önnur mál Úr 5. grein laga félagsins Félagsmenn teljast þeir sem […]
Jólafundir
Sæl öll. Það eru að koma jól og þau geta verið snúin fyrir mörg okkar. Því hefur framtakssamt AA fólk í 12 Sporahúsinu ákveðið að bjóða upp á aukafundi um jólin. Það verða miðnæturfundir (kl. 23.) á Þorláksmessu, aðfangadag og jóladag, svo verður nýársfagnaðarfundur klukkan eitt eftir miðnætti á Gamlárs (01:00 á nýarsdag). Þessir jóla- […]
Ný heimasíða Alanó klúbbsins/12 Spora húss
Ný heimasíða Alanó klúbbsins/12 Spora húss er komin í gagnið. Á síðunni má finna upplýsingar um starfsemi klúbbsins, fundaskrá í 12 Spora húsinu, félagaskráningu styrki og tengiliði á helstu stjórnendur. Stjórnin þakkar Helgu Ó. kærlega fyrir vel unnið starf við síðuna sem var allt unnið í sjálfboðavinnu.
Niðurstöður aðalfundar
Aðalfundur Alanó klúbbsins var haldinn í nýju húsnæði, Holtagörðum, Holtavegi 10, þann 15. apríl síðastliðinn. Fundurinn fór fram samkvæmt boðaðri dagskrá og var skýrsla stjórnar, áreikningur og kjör varamanna í stjórn samþykkt samhljóða. Önnur mál voru ekki á dagskrá.